
ÞJÓNUSTAN
Atomika býður hraða og hagkvæma tengimöguleika við hágæða IoT tæknilausnir fyrir snjallari og hagkvæmari framtíð
IoT lausnir Atomika eru fjölbreyttar og bjóða upp á mikinn sveigjanleika og tryggja örugga vistun og túlkun rauntímagagna s.s. við innviðavöktun og sjálfvirknivæðingu verkferla.
Lausnir Atomika eru bæði hagkvæmar og sveigjanlegar og henta atvinnulífinu því vel. Lausnamengið nær yfir rauntíma rekstur innviða og bættrar auðlindanýtingar og þær stuðla allar að upplýstari ákvarðanatöku, bættum rekstraárangri og aukinni skilvirkni.
01
Innviða vöktun og túlkun rauntímagagna
Fylgstu með rekstri og frammistöðu innviða þíns fyrirtækis í rauntíma með hagnýtingu rauntímaupplýsinga. Byggðu ákvarðanir þínar á hlutlægum gögnum og hámarkaðu þannig árangurinn.
02
Sérsniðnar lausnir og skalanleiki sjálfvirknivæddra ferla
Sjálfvirknivæddu ferla og nýttu þér kosti sérsniðinna lausna sem falla að þínum þörfum og með hagkvæmni rekstrar að leiðarljósi.
03
Hagkvæmni og stjórnun auðlinda
Spáðu fyrir um viðhald, bættu nýtingu auðlinda, lækkaðu rekstrarkostnaðinn, auktu bæði gæði og skilvirkni og hámarkaðu arðsemi þíns rekstrar.
04
Bætt yfirsýn með rauntíma gögnum og faglegri framsetningu upplýsinga
Framkallaðu nákvæma greiningu og skýrslugerð svo hámarka megi gæði rekstrarins með gagnadrifinni ákvarðanatöku.
UM ATOMIKA
Atomika gerir mögulegt að nýta IoT drifna skynjaratækni, meðhöndla og vista
rauntímagögn, hagnýta gervigreind og sjálfvirknivæða ferla
Atomika gerir mögulegt að umbreyta hlutlægum gögnum í sérfræðiþekkingu og býður hátæknilausnir á sviði IoT og gervigreindar. Með notkun hlutlægra rauntímagagna, sjálfvirknivæðingu og samstarfi við leiðandi fyrirtæki, WAPICE, hefur Atomika sett upp miðlægan IoT netþjón sem styðja mun við innlent atvinnulíf s.s. rekstur of viðhald mannvirkja, orkuinnviða, flutninga og rauntímavöktun innviða sveitarfélaga og veitna.

MARKMIÐ OKKAR OG GILDI
Tæknin leiðir framfarir og nýsköpun knýr framþróun
Atomika er leiðandi í innleiðingu byltingarkenndrar tækni sem skapar grundvöll raunhæfra breytinga.
01
Sérsniðnar Lausnir
Atomika leggur áherslu á IoT drifna skynjaratækni, sjálfvirknivæðingu og gervigreindarlausnir sem mæta þörfum atvinnulífsins og tryggir aukin gæði, afköst og skilvirkni.
02
Sveigjanleiki
Lausnir Atomika eru hannaðar til að vaxa með viðskiptavininum og þannig er notagildi og stækkunarmöguleikarnir tryggðir.
03
Nýstárleg Sjálfvirkni
Við bjóðum upp á vandaðar og þrautreyndar lausnir sem tryggja viðskiptavinum skilvirkni og gera reksturinn hagkvæmari, um leið og ferlar eru einfaldaðir með sjálfvirknivæðingu og bættum rekstri.

